
Paralympics fara fram í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Alls munu sex íslenskir keppendur taka þátt á leikunum og fimm af þeim munu taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum.
Íslenski hópurinn heldur utan þann 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í æfingabúðum í Tama fram til 21. ágúst þegar hópurinn færir sig inn í Paralympic-þorpið.
Aðalfararstjóri í ferðinni verður Jón Björn Ólafsson.
Í London 2012 var Ísland með fjóra keppendur, í Ríó de Janeiro 2016 átti Ísland fimm fulltrúa og í ár eru keppendurnir orðnir sex talsins og því virkilega ánægjulegt að sjá stöðuga fjölgun í hópi Íslands á þessu stærsta sviði afreksíþróttanna.
Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra verður gestur við leikana en í ljósi sóttvarna verða áhorfendur ekki heimilaðir nema að afar takmörkuðu leyti.
Sökum sóttvarna í Japan mun íslenski hópurinn svo koma heim aftur til Íslands þann 1. september, 4. september og 6. september
KEPPNISDAGSKRÁ ÍSLANDS Í TOKYO
25. ágúst:
Róbert Ísak Jónsson: 100m flugsund S14 – undanrásir
27. ágúst:
Már Gunnarsson: 50m skriðsund S11 – undanrásir
28. ágúst:
Már Gunnarsson: 100m baksund S11 – undanrásir
Thelma Björg Björnsdóttir: 100m bringusund SB5 – undanrásir
Patrekur Andrés Axelsson: 400m hlaup T11 – undanrásir
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir: Kúluvarp F37 – úrslit
29. ágúst
Róbert Ísak Jónsson: 100m bringusund SB14 – undanrásir
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir: Langstökk T37 – úrslit
30. ágúst:
Már Gunnarsson: 200m fjórsund S11 – undanrásir
31. ágúst
Róbert Ísak Jónsson: 200m fjórsund S14 – undanrásir
Arna Sigríður Albertsdóttir: Time Tria C1-3
1. september
Arna Sigríður Albertsdóttir: Road Race H1-3
2. september
Thelma Björg Björnsdóttir: 400m skriðsund S6 – undanrásir
3. september
Már Gunnarsson: 100m flugsund S11 – undanrásir






























AÐRIR FULLTRÚAR ÍSLANDS VIÐ LEIKANA:
ÞÓRÐUR ÁRNI HJALTESTED FORMAÐUR ÍF
JÓN BJÖRN ÓLAFSSON AÐALFARARSTJÓRI
BALDUR HELGI INGVARSSON LÆKNIR OG COVID LIASON OFFICER
KÁRI JÓNSSON HÓPSTJÓRI OG ÞJÁLFARI Í FRJÁLSUM
ÁSMUNDUR JÓNSSON NUDDARI/FRJÁLSAR
MELKORKA RÁN HAFLIÐADÓTTIR ÞJÁLFARI/AÐSTOÐARHLAUPARI
HELGI BJÖRNSSON AÐSTOÐARHLAUPARI
GUNNAR MÁR MÁSSON AÐSTOÐARMAÐUR OG TAPPER – SUND
RAGNAR FRIÐBJARNARSON ÞJÁLFARI/ SJÚKRAÞJÁLFARI – SUND
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR HÓPSTJÓRI/ÞJÁLFARI – SUND
RAGNHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR HÓPSTJÓRI OG ÞJÁLFARI – HJÓLREIÐAR
KRISTÍN LINDA KRISTINSDÓTTIR – STARFSMAÐUR Í PARALYMPIC ÞORPINU.
STEINDÓR GUNNARSSON EINKAÞJÁLFARI/ SUND
GESTIR OG SAMSTARFSAÐILAR
STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON SENDIHERRA ÍSLANDS Í TOKYO
HALLDÓR ELÍS ÓLAFSSON SENDIRÁÐSSTARFSMAÐUR