Heim 1. tbl 2021 PARALYMPICS 2020: 24. ÁGÚST – 5. SEPTEMBER 2021

PARALYMPICS 2020: 24. ÁGÚST – 5. SEPTEMBER 2021

8 min read
Slökkt á athugasemdum við PARALYMPICS 2020: 24. ÁGÚST – 5. SEPTEMBER 2021
0
1,059

Paralympics fara fram í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Alls munu sex íslenskir keppendur taka þátt á leikunum og fimm af þeim munu taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum. 

Íslenski hópurinn heldur utan þann 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í æfingabúðum í Tama fram til 21. ágúst þegar hópurinn færir sig inn í Paralympic-þorpið. 

Aðalfararstjóri í ferðinni verður Jón Björn Ólafsson.

Í London 2012 var Ísland með fjóra keppendur, í Ríó de Janeiro 2016 átti Ísland fimm fulltrúa og í ár eru keppendurnir orðnir sex talsins og því virkilega ánægjulegt að sjá stöðuga fjölgun í hópi Íslands á þessu stærsta sviði afreksíþróttanna.

Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra verður gestur við leikana en í ljósi sóttvarna verða áhorfendur ekki heimilaðir nema að afar takmörkuðu leyti. 

Sökum sóttvarna í Japan mun íslenski hópurinn svo koma heim aftur til Íslands þann 1. september, 4. september og 6. september

KEPPNISDAGSKRÁ ÍSLANDS Í TOKYO

25. ágúst:
Róbert Ísak Jónsson: 100m flugsund S14 –  undanrásir

27. ágúst:
Már Gunnarsson: 50m skriðsund S11 – undanrásir

28. ágúst:
Már Gunnarsson: 100m baksund S11 – undanrásir
Thelma Björg Björnsdóttir: 100m bringusund SB5 – undanrásir
Patrekur Andrés Axelsson: 400m hlaup T11 – undanrásir 
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir: Kúluvarp F37 – úrslit

29. ágúst
Róbert Ísak Jónsson: 100m bringusund SB14 – undanrásir
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir: Langstökk T37 – úrslit

30. ágúst:
Már Gunnarsson: 200m fjórsund S11 – undanrásir

31. ágúst

Róbert Ísak Jónsson: 200m fjórsund S14 – undanrásir
Arna Sigríður Albertsdóttir: Time Tria C1-3

1. september
Arna Sigríður Albertsdóttir: Road Race H1-3

2. september
Thelma Björg Björnsdóttir: 400m skriðsund S6 – undanrásir

3. september
Már Gunnarsson: 100m flugsund S11 – undanrásir

AÐRIR FULLTRÚAR ÍSLANDS VIÐ LEIKANA:


ÞÓRÐUR ÁRNI HJALTESTED FORMAÐUR ÍF

JÓN BJÖRN ÓLAFSSON AÐALFARARSTJÓRI

BALDUR HELGI INGVARSSON LÆKNIR OG COVID LIASON OFFICER

KÁRI JÓNSSON HÓPSTJÓRI OG ÞJÁLFARI Í FRJÁLSUM

ÁSMUNDUR JÓNSSON NUDDARI/FRJÁLSAR

MELKORKA RÁN HAFLIÐADÓTTIR ÞJÁLFARI/AÐSTOÐARHLAUPARI

HELGI BJÖRNSSON AÐSTOÐARHLAUPARI

GUNNAR MÁR MÁSSON AÐSTOÐARMAÐUR OG TAPPER – SUND

RAGNAR FRIÐBJARNARSON ÞJÁLFARI/ SJÚKRAÞJÁLFARI – SUND

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR HÓPSTJÓRI/ÞJÁLFARI – SUND

RAGNHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR HÓPSTJÓRI OG ÞJÁLFARI – HJÓLREIÐAR

KRISTÍN LINDA KRISTINSDÓTTIR – STARFSMAÐUR Í PARALYMPIC ÞORPINU.

STEINDÓR GUNNARSSON EINKAÞJÁLFARI/ SUND


GESTIR OG SAMSTARFSAÐILAR
STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON SENDIHERRA ÍSLANDS Í TOKYO
HALLDÓR ELÍS ÓLAFSSON SENDIRÁÐSSTARFSMAÐUR
Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…