Heim 1. tbl 2021 Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF

Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF
0
2,146

Melkorka Rán Hafliðadóttir hefur verið ráðin sem sumarstarfsmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Melkorka sem er meistaranemi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík þekkir vel til starfsemi ÍF.

Melkorka hefur síðustu ár m.a. þjálfað og verið í fararstjórnum í verkefnum afrekshóps ÍF í frjálsum íþróttum á erlendum vettvangi og einnig verið virk í starfi með frjálsíþróttanefnd ÍF hér innanlands.

Nú þegar hefur Melkorka í sumar farið fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramót IPC í frjálsum í Póllandi og á opna þýska meistaramótið í sundi. Næg verkefni eru fyrir stafni í sumar enda verður Melkorka með Tokyo-hópi Íslands við æfingabúðir í Mallorca í júlímánuði og mun starfa við Paralympics í Tokyo í ágúst og september.

Ráðning Melkorku tengist að nokkru leyti lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Ráðningin er ekki síður mikilvæg fyrir starfsemi sambandsins enda mikilvægt að starfsemin komist sem fyrst í fyrra horf bæði á almennings- og lýðheilsusviði sem og á afrekssviði. Verkefni ÍF hafa orðið fleiri og fjölbreyttari síðustu ár og því ber að fagna og sömuleiðis nýjum liðsmanni um borð í skútu íþróttahreyfingar fatlaðra á Íslandi.

Velkomin til starfa Melkorka!

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…