Heim 1. tbl 2021 Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF

Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF
0
611

Melkorka Rán Hafliðadóttir hefur verið ráðin sem sumarstarfsmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Melkorka sem er meistaranemi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík þekkir vel til starfsemi ÍF.

Melkorka hefur síðustu ár m.a. þjálfað og verið í fararstjórnum í verkefnum afrekshóps ÍF í frjálsum íþróttum á erlendum vettvangi og einnig verið virk í starfi með frjálsíþróttanefnd ÍF hér innanlands.

Nú þegar hefur Melkorka í sumar farið fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramót IPC í frjálsum í Póllandi og á opna þýska meistaramótið í sundi. Næg verkefni eru fyrir stafni í sumar enda verður Melkorka með Tokyo-hópi Íslands við æfingabúðir í Mallorca í júlímánuði og mun starfa við Paralympics í Tokyo í ágúst og september.

Ráðning Melkorku tengist að nokkru leyti lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Ráðningin er ekki síður mikilvæg fyrir starfsemi sambandsins enda mikilvægt að starfsemin komist sem fyrst í fyrra horf bæði á almennings- og lýðheilsusviði sem og á afrekssviði. Verkefni ÍF hafa orðið fleiri og fjölbreyttari síðustu ár og því ber að fagna og sömuleiðis nýjum liðsmanni um borð í skútu íþróttahreyfingar fatlaðra á Íslandi.

Velkomin til starfa Melkorka!

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…