Heim 2. tbl 2020 Veist þú um félag eða þjálfara sem gefur öllum börnum tækifæri?

Veist þú um félag eða þjálfara sem gefur öllum börnum tækifæri?

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Veist þú um félag eða þjálfara sem gefur öllum börnum tækifæri?
1
1,077

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi eru að hefja þátttöku í 3 ára samstarfsverkefni 6 landa þar sem meginmarkmið er að efla íþróttaþáttöku barna með sérþarfir. Markhópur er 6 til 12 ára.

Megináhersla er á tvær íþróttagreingreinar, körfubolta og knattspyrnu en Ísland mun tengja verkefnið fleiri greinum. 

Leitað er eftir ábendingum um knattspyrnufélag og/eða þjálfara sem gæti haft áhuga á verkefninu. 

Ábendingar óskast sendar á annak@ifsport.is fyrir 20. janúar 2020.    .

Meginmarkmið er að stuðla að aukinni þátttöku barna með sérþarfir í íþróttastarfi og þá úr frá þeim forsendum sem taldar eru henta best fyrir börnin. Stundum hentar að setja upp sértilboð en margir vilja frekar taka þátt í almennum æfingum. Þar er þjálfari í lykilhlutverki og þjálfarar sem ná að virkja börnin og láta þau njóta styrkleika sinna í margbreytilegum hópi eru dýrmætir liðsmenn. 

Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin á Íslandi og KSÍ hefur í mörg ár verið í samstarfi við ÍF og Special Olympics á Íslandi vegna Íslandsleika í knattspyrnu, þar sem eldri iðkendur taka þátt. Þá hefur KSÍ einnig verið að efla fræðslu fyrir þjálfara sem taka á móti margbreytilegum hópi. Þrátt fyrir það er mjög mikið óunnið hvað varðar virka þátttöku t.d. barna með  mismunandi fötlun eða frávik og mikilvægt að allir sýni ábyrgð og vinni saman að því að gefa öllum börnum jöfn tækifæri. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…