Heim 2. tbl 2020 Frá sjónarhóli þjálfara

Frá sjónarhóli þjálfara

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Frá sjónarhóli þjálfara
0
796

Starf þjálfarans er ótrúlega fjölbreytt og í gegnum tíðina hef ég verið svo lánsöm að safna mörgum yndislegum minningum í gegnum starfið mitt. Ég hef fengið að taka þátt í og verða vitni að stórum og litlum sigrum innan og utan íþróttarinnar, séð iðkendur mína taka út ótrúlegan þroska, eignast vini og tilheyra hópi (jafnvel í fyrsta sinn). Að taka þátt í íþróttum á að snúast um svo miklu meira en bara íþróttina sem stunduð er. Þjálfarar eiga að leggja sitt að mörkum við að skila sterkari einstaklingum út í samfélagið sem hafa góða sjálfsmynd og sjálfstraust til þess að láta ljós sitt skína í öllu sem þeir ákveða að taka sér fyrir hendur.

Hvað skiptir raunverulegu máli?
Á covid-tímum getur verið vandasamt fyrir þjálfarann að sinna hlutverki sínu. Það er viðbúið að einhverjir iðkendur hafi misst niður einhverja færni sem þegar var náð, en ég hef þó minnstar áhyggjur af gengi minna íþróttamanna innan íþróttarinnar, það kemur með tíð og tíma. Félagslegi þátturinn, sjálfsmyndin og sjálfstraustið skiptir mestu máli að mínu mati. Að tilheyra hópi skiptir miklu fyrir sjálfsmyndina og þegar engar æfingar eru, er vandasamt fyrir þjálfarann að hafa áhrif á líðan, að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og að vera raunverulega til staðar fyrir hvern og einn. 

Bakland
Ég vinna með mögnuðu þjálfarateymi sem allir hafa skýra sýn á hlutverk sitt gagnvart iðkendum okkar. Bæði þjálfarar og félagið okkar ganga í takt varðandi þær áherslur sem við höfum sett okkur og allir hafa metnað fyrir hverjum og einum iðkanda. Það er því ekki síður mikilvægt að þjálfarinn hafi bakland í sínu samstarfsfólki og félagi, sérstaklega þegar við stöndum frammi fyrir breyttu æfingafyrirkomulagi og þegar óvissa ríkir um framhaldið. Það hefur því verið mjög dýrmætt að geta gengið út frá skýrri stefnu þegar aðstæður breytast því þjálfarar eru einnig að fóta sig í nýjum aðstæðum, líkt og allir aðrir.

Breyttar áherslu á Covid-tímum
Við lögðumst lögðumst yfir hvernig við gætum komið til móts við okkar ólíka hóp á þessum margt furðulegu tímum. Við byrjaði á því að setja inn æfingamyndbönd og iðkendur okkar voru hvattir til þess að fylgja æfingum myndbandsins. Þegar betur var að gáð, sáum við litla virkni og að við væri ekki að ná til þeirra þátta sem okkur þótti skipta máli fyrir okkar iðkendur, félagslega þáttinn. Við brugðumst við með því að útbúa bingó þar sem áhersla var á virkni. Bingó-ið inniheldur t.d. hreyfingu og hreyfispil, dans, samveru með fjölskyldunni, að klæða sig í furðuföt, baka, teikna eða mála myndir, finna flott myndbönd og fallega tónlist tengda íþróttinni og deila því með öðrum. Með þessu fyrirkomulagi verða iðkendur, aðstandendur og þjálfarar aftur sýnilegir í hópnum okkar, fá hvetjandi athugasemdir frá félögum og sjá hvað aðrir eru að gera hina og þessa stundina. Þjálfarar og aðstandendur taka virkan þátt og hvetja iðkendur áfram. Með þessu höldum við áfram að efla félagslega þáttinn sem við teljum svo mikilvægan þrátt fyrir að geta ekki verið saman á æfingum.

Sannarlega kemur ekkert í staðinn fyrir það að hittast í raunheimum en á þessum tímum þarf hver og einn að setjast niður og hugsa um það sem raunverulegu máli skiptir, bregðast við, sýna iðkendum áhuga og vera til staðar. Þetta mun líða hjá og við sem þjálfarar verðum að treysta á okkar bakland um leið og við hvetjum iðkendur okkar áfram. Saman náum við árangri, nú sem endranær.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…