Heim 1. tbl 2021 Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!

Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!
2
298

Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann, og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, lönduðu áðan silfri og bronsi fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum. Báðar kepptu þær í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir) en aðeins einn sentimeter réði úrslitum hjá þeim vinkonum í dag!

Bergrún hreppti silfrið er hún varpaði kúlunni upp á 8,76 metra en Ingeborg landaði bronsinu og aðeins sentimeter styttri en Bergrún með 8,75 metra.

Kastsería Bergrúnar í dag: 8.00 – 8,61 – x – x – 8,76 – 8,09
Kastsería Ingeborgar í dag: 8,04 – 8,72 – 8,30 – 8,75 – 8,60 – 8,36

Mynd/ Kári Jónsson – Bergrún t.v. og Ingeborg t.h. en aðeins sentimeter skildi herbergisfélagana að í kúluvarpinu.

Glæsilegur árangur hjá Bergrúnu og Ingeborgu en Íslandsmetið í flokknum er 8,89 m. en hjá Ingeborgu var um persónulega bætingu að ræða.

Keppni dagsins er ekki lokið því Bergrún verður aftur á ferðinni seinni partinn í 200m hlaupi og þá verður Stefanía Daney Guðmundsdóttir í 400m hlaupi T20 (þroskahamlaðir).

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…