Heim 1. tbl 2021 Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!

Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!
3
816

Íslenski landsliðshópurinn í frjálsum íþróttum kemur heim í dag frá Evrópumeistaramótinu sem lauk í gær í Póllandi. Afraksturinn silfur og brons í kúluvarpkeppni kvenna í flokki T37 (hreyfihamlaðir) og eitt Íslandsmet í kringlukasti. Hér að neðan er samantekt frá keppni íslenska hópsins fimmtudag til laugardags og neðst í fréttinni er heildarsamantek frá Kára Jónssyni landsliðsþjálfara en með honum ytra í starfsteymi Íslands voru Ásmundur Jónsson nuddari og Melkorka Rán Hafliðadóttir þjálfari.

Fimmtudagur 3. júní
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik, keppti í undanrásum í 400m hlaupi en fyrir mótið var hennar besti skráði tími 65,13 sek. Þetta var í fyrsta sinn í tvö ár sem Stefanía nær 400m hlaupi við alþjóðlegar aðstæður utandyra og kom í mark á tímanum 65,80 sek. sem var rétt við hennar besta tíma. Fyrir vikið rétt missti hún af sæti í úrslitum greinarinnar en öll þrjú verðlaunasætin komu í mark á undir mínútu. Síðar sama dag var Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir á ferðinni í úrslitum í 200m hlaupi kvenna þar sem hún kom í mark á tímanum 32,49 sek. og skilaði hlaupið henni 8. sæti en hin franska Mandy Francois-Elie landaði gullinu á tímanum 27,55 sek.

Föstudagur 4. júní
Seinni grein Stefaníu Daneyjar á EM var langstökk T20 en Stefanía á best 4,93 metra og besta stökkið hennar á tímabilinu er 4,77 metrar. Stefanía landaði 8. sæti í keppninni þegar hún stökk 4,73 metra en stökkserían var eftirfarandi: 4,73 – 4,54 – 4,68 – x – 4,71 – x

Laugardagur 5. júní
Síðasti keppnisdagurinn og nú var röðin loks komin að hlauparanum Patreki Axelssyni sem varð í upphafi móts að skrá sig úr 400m hlaupi vegna álagsmeiðsla en í morgun freistaði hann þess að keppa í 100m hlaupi. Meðhlaupari Patreks er Helgi Björnsson og komu þeir í mark á 12,30 sek. Patrekur hefur verið mjög vaxandi seinni hluta vetrar en álagsmeiðslin tóku sinn toll.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir lokaði svo Evrópumeistaramótinu fyrir Íslands hönd er hún keppti í úrslitum í 100m hlaupi T37 kvenna. Bergrún kom í mark á tímanum 15,23 sek. og hafnaði í 9. sæti.

Heilardamantekt á árangri Íslands í Póllandi

  • Þriðjudagur 1. júní
    F38 konur kringla 1kg Ingeborg Eide Garðarsdóttir (5/5.) 20,64m Ísl.met. F20 konur kúla 4kg Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir (11/11) 9,77m. Besti árangur hennar á EM af fjórum mótum.
  • Miðvikudagur 2. júní
    T37 konur langstökk Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (4/4) 4,11m.
  • Fimmtudagur 3. júní
  • F37 konur kúla 3kg Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (2/5 ) 8,76m silfur. F37 konur kúla 3kg Ingeborg Eide Garðarsdóttir (3/5 8,75m brons. T20 konur 400m undanrásir Stefanía Daney Guðmundsdóttir (9/9) 65,80s. T37 konur 200m Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (7/7) 32,49s
  • Föstudagur 4. júní
    T20 konur langsökk Stefanía Daney Guðmundsdóttir (8/10) 4,73m. Komst í úrslit.
  • Laugardagur 5. júní
    T11 karlar 100m undanrásir Patrekur Andrés Axelsson (6/9) 12,30s. Gott að klára. T37 konur 100m úrslit Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (9/9) 15,23s
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…