Heim 1. tbl 2021 Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!

Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!
3
247

Íslenski landsliðshópurinn í frjálsum íþróttum kemur heim í dag frá Evrópumeistaramótinu sem lauk í gær í Póllandi. Afraksturinn silfur og brons í kúluvarpkeppni kvenna í flokki T37 (hreyfihamlaðir) og eitt Íslandsmet í kringlukasti. Hér að neðan er samantekt frá keppni íslenska hópsins fimmtudag til laugardags og neðst í fréttinni er heildarsamantek frá Kára Jónssyni landsliðsþjálfara en með honum ytra í starfsteymi Íslands voru Ásmundur Jónsson nuddari og Melkorka Rán Hafliðadóttir þjálfari.

Fimmtudagur 3. júní
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik, keppti í undanrásum í 400m hlaupi en fyrir mótið var hennar besti skráði tími 65,13 sek. Þetta var í fyrsta sinn í tvö ár sem Stefanía nær 400m hlaupi við alþjóðlegar aðstæður utandyra og kom í mark á tímanum 65,80 sek. sem var rétt við hennar besta tíma. Fyrir vikið rétt missti hún af sæti í úrslitum greinarinnar en öll þrjú verðlaunasætin komu í mark á undir mínútu. Síðar sama dag var Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir á ferðinni í úrslitum í 200m hlaupi kvenna þar sem hún kom í mark á tímanum 32,49 sek. og skilaði hlaupið henni 8. sæti en hin franska Mandy Francois-Elie landaði gullinu á tímanum 27,55 sek.

Föstudagur 4. júní
Seinni grein Stefaníu Daneyjar á EM var langstökk T20 en Stefanía á best 4,93 metra og besta stökkið hennar á tímabilinu er 4,77 metrar. Stefanía landaði 8. sæti í keppninni þegar hún stökk 4,73 metra en stökkserían var eftirfarandi: 4,73 – 4,54 – 4,68 – x – 4,71 – x

Laugardagur 5. júní
Síðasti keppnisdagurinn og nú var röðin loks komin að hlauparanum Patreki Axelssyni sem varð í upphafi móts að skrá sig úr 400m hlaupi vegna álagsmeiðsla en í morgun freistaði hann þess að keppa í 100m hlaupi. Meðhlaupari Patreks er Helgi Björnsson og komu þeir í mark á 12,30 sek. Patrekur hefur verið mjög vaxandi seinni hluta vetrar en álagsmeiðslin tóku sinn toll.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir lokaði svo Evrópumeistaramótinu fyrir Íslands hönd er hún keppti í úrslitum í 100m hlaupi T37 kvenna. Bergrún kom í mark á tímanum 15,23 sek. og hafnaði í 9. sæti.

Heilardamantekt á árangri Íslands í Póllandi

 • Þriðjudagur 1. júní
  F38 konur kringla 1kg Ingeborg Eide Garðarsdóttir (5/5.) 20,64m Ísl.met. F20 konur kúla 4kg Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir (11/11) 9,77m. Besti árangur hennar á EM af fjórum mótum.
 • Miðvikudagur 2. júní
  T37 konur langstökk Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (4/4) 4,11m.
 • Fimmtudagur 3. júní
 • F37 konur kúla 3kg Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (2/5 ) 8,76m silfur. F37 konur kúla 3kg Ingeborg Eide Garðarsdóttir (3/5 8,75m brons. T20 konur 400m undanrásir Stefanía Daney Guðmundsdóttir (9/9) 65,80s. T37 konur 200m Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (7/7) 32,49s
 • Föstudagur 4. júní
  T20 konur langsökk Stefanía Daney Guðmundsdóttir (8/10) 4,73m. Komst í úrslit.
 • Laugardagur 5. júní
  T11 karlar 100m undanrásir Patrekur Andrés Axelsson (6/9) 12,30s. Gott að klára. T37 konur 100m úrslit Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (9/9) 15,23s
Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…