Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, hafnaði áðan í 4. sæti í langstökki T37 á Evrópumeistaramóti IPC í Póllandi. Lengsta stökk Bergrúnar var 4,11 metrar en Íslandsmet hennar er 4,3 metrar.

Hin rússneska Anna Sapozhikova hafði sigur í langstökkskeppni T37 er hún stökk 4,60 metra.

Patrekur Axelsson keppti ekki í 400m hlaupi í dag vegna meiðsla. Hann er skráður í 100m hlaup á lokakeppnisdegi og verður kannað hvort hann geti hlaupið þá grein. Patrekur fór einnig út til flokkunar sem er algeng aðgerð í alþjóðlegu mótahaldi á vegum IPC og nú er ljóst að keppnisflokkur T11 verður hans flokkur til frambúðar. Algengt er að íþróttafólk fari amk tvisvar sinnum á ferlinum í flokkun en í flokkunum ákvarðast keppnisflokkar fatlaðra miðað við læknisskoðanir.

Á morgun er viðburðaríkur dagur þar sem Ingeborg Eide Garðarsdóttr og Bergrún Ósk keppa í kúluvarpi og Bergrún gerir gott betur þar sem hún verður einnig í 200m hlaupi. Stefanía Daney Guðmundsdóttir keppir svo í 400m hlaupi.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…