Heim 1. tbl 2021 Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!

Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!
2
1,048

Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann, og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, lönduðu áðan silfri og bronsi fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum. Báðar kepptu þær í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir) en aðeins einn sentimeter réði úrslitum hjá þeim vinkonum í dag!

Bergrún hreppti silfrið er hún varpaði kúlunni upp á 8,76 metra en Ingeborg landaði bronsinu og aðeins sentimeter styttri en Bergrún með 8,75 metra.

Kastsería Bergrúnar í dag: 8.00 – 8,61 – x – x – 8,76 – 8,09
Kastsería Ingeborgar í dag: 8,04 – 8,72 – 8,30 – 8,75 – 8,60 – 8,36

Mynd/ Kári Jónsson – Bergrún t.v. og Ingeborg t.h. en aðeins sentimeter skildi herbergisfélagana að í kúluvarpinu.

Glæsilegur árangur hjá Bergrúnu og Ingeborgu en Íslandsmetið í flokknum er 8,89 m. en hjá Ingeborgu var um persónulega bætingu að ræða.

Keppni dagsins er ekki lokið því Bergrún verður aftur á ferðinni seinni partinn í 200m hlaupi og þá verður Stefanía Daney Guðmundsdóttir í 400m hlaupi T20 (þroskahamlaðir).

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…