Heim 2. tbl 2020 Silfur hjá Hilmari í svigkeppni Liechtenstein

Silfur hjá Hilmari í svigkeppni Liechtenstein

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Silfur hjá Hilmari í svigkeppni Liechtenstein
2
975

Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings varð í dag annar á landsmóti Liechtenstein í svig í standandi flokki karla. Frakkinn Arthur Bauchet hafði sigur úr býtum en Hilmar bætti tíma sinn á milli ferða í dag við aðstæður sem verða vart mikið betri.
Hilmar kom í mark á tímanum 44,69 sek í fyrri ferð en í þeirri síðari náði hann að skafa tíma sinn örlítið niður og kom í mark á 44,00 sek. Heildartími dagsins var því 1:28,69mín.
Snjórinn í dag var svolítið blautur en góður klaki undir og skíðamennskan var góð að sögn Hilmars sem á morgun lýkur keppni í Malbun þegar svigkeppni Europa Cup fer fram.

Úrslit dagsins má sjá hér


Myndir/ Jón Björn 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…