Heim 2. tbl 2020 Hilmar Snær í sjötta sæti í stórsvigi dagsins

Hilmar Snær í sjötta sæti í stórsvigi dagsins

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær í sjötta sæti í stórsvigi dagsins
2
179

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í sjötta sæti í stórsvigi á Evrópumótaröð IPC í dag. Þetta var annar keppnisdagurinn í röð í stórsvigi en í gær var keppt á landsmóti Liechtenstein. Hilmar var fimmti eftir fyrri ferðina í morgun en lauk keppni í sjötta sæti.
Skíðamaðurinn fór ekki leynt með að hann hafi verið fremur ósáttur við skíðamennskuna í seinni ferðinni en tæpum fjórum sekúndum munaði á fyrri og seinni ferð í dag hjá Hilmari.
Eftir keppni í dag tóku flestir keppendur létta æfingu í svigi en á morgun og föstudag fer fram svigkeppnin á mótinu. Fyrri dagurinn er svigkeppni á landsmóti Liechtenstein og á föstudag er svigkeppnin á Evrópumótaröð IPC (International Paralympic Committee).
Sigurvegari dagsins líkt og í gær var Frakkinn Arthur Bauchet en hann virðist algerlega óstöðvandi í brekkunum þessi misserin og landar gulli hvert mótið á fætur öðru. Það verður fróðlegt að fylgjast með keppni morgundagsins en svig er sterkari greinin af þessum tveimur hjá Hilmari. 


Myndir/ JBÓ: Hilmar Snær í fyrri ferð dagsins í stórsvigi. 

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…