Heim 2. tbl 2020 Hilmar Snær fimmti í stórsvigi

Hilmar Snær fimmti í stórsvigi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær fimmti í stórsvigi
2
238

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víking varð í dag fimmti í stjórsvigi á innanlandsmeistaramóti Liechtenstein í stórsvigi. Hilmar kom í mark á sameiginlega tímanum 1:27,57mín. Sigurvegari dagsins í standandi flokki karla var Frakkinn Arthur Bauchet sem kom í mark á sameiginlega tímanum 1:22,28mín. 
Á morgun verður aftur keppt í stórsvigi í Malbun í Liechtenstein en sú keppni verður hluti af Evrópumótaröð IPC.
Hilmar var 44,78 sek. í fyrri ferðinni en sagðist þá hafa verið fremur aftarlega á skíðunum í hallanum en í þeirri síðari var brautin umtalsvert hraðari og Hilmar sjálfur líka er hann kom í mark á 42,79 sek. Aðstæður í Liecthenstein eru nánast eins og best verður á kosið, nóg af vel pökkuðum snjó. 
Mynd/ JBÓ: Hilmar Snær í fyrri ferð dagsins í stórsvigi. 

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…