Heim 2. tbl 2020 Brons hjá Hilmari á síðasta keppnisdegi

Brons hjá Hilmari á síðasta keppnisdegi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Brons hjá Hilmari á síðasta keppnisdegi
0
706

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í dag í 3. sæti í svigi á Evrópumótaröð IPC en þetta var lokadagur mótaraðarinnar þetta tímabilið. Hilmar var annar eftir fyrri ferðina en smávægileg mistök í upphafi annarar ferðar reyndust dýr og lauk Hilmar keppni í 3. sæti. 


Aðstæður í dag voru fremur erfiðar, gott veður en mikið af nýjum og blautum snjó. Sem fyrr var það Frakkinn Arthur Bauchet sem hafði sigur í dag en hann sigraði allar fjórar keppninar í standandi flokki á mótinu hér í Malbun.
Hilmar Snær sem keppir fyrir skíðadeild Víkings hefur því lokið Evrópumótaröðinni þetta árið með silfur og brons í svigi en líklegast má telja að þetta hafi verið síðasta verkefnið þetta tímabilið.
Mynd/ JBÓ – Hilmar Snær í svigkeppninni í dag.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…