Heim 1. tbl 2021 Arna Sigríður sjötti Íslendingurinn á leið til Tokyo! — Fyrst kvenna til að keppa í hjólreiðum

Arna Sigríður sjötti Íslendingurinn á leið til Tokyo! — Fyrst kvenna til að keppa í hjólreiðum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Arna Sigríður sjötti Íslendingurinn á leið til Tokyo! — Fyrst kvenna til að keppa í hjólreiðum
0
1,270

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir verður sjötti fulltrúi Íslands á Paralympics í Tokyo dagana 24.ágúst – 5. september næstkomandi. Alþjóðahjólreiðasambandið úhlutaði nýverið úr svokölluðum umsóknarsætum þar sem Arna var ein þeirra sem varð fyrir valinu.

Arna hefur varðað leiðina á Íslandi í handahjólreiðum kvenna og fagnaði gríðarlega þegar Íþróttasamband fatlaðra fékk það skemmtilega verkefni að tilkynna henni um niðurstöðu alþjóða hjólreiðasambandsins.

Fyrir höfðu Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson verið komin með farseðilinn til Tokyo. Már, Thelma og Róbert keppa í sundi en Bergrún og Patrekur í frjálsum.

Arna Sigríður verður þar með fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Paralympics. Til hamingju Arna Sigríður!

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…