Heim 1. tbl 2021 Sumarávarp Þórðar Á. Hjaltested, formanns ÍF

Sumarávarp Þórðar Á. Hjaltested, formanns ÍF

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Sumarávarp Þórðar Á. Hjaltested, formanns ÍF
0
793

Ágæti lesandi

Gleðilegt sumar! Þetta er skrifað á Jónsmessu 2021 og erum við Íslendingar farnir að horfa til sumarleyfa. Sumarhiti er rétt nú að byrja að skríða yfir 10° og ekki laust við að margir pirri sig á „haustlægðunum“ sem gengið hafa yfir landið að undanförnu.  

Starfsemi Íþróttasambands fatlaðra hefur í vetur og á vormánuðum verið bundið hindrunum sem og á síðasta ári af völdum Covid – 19 farsóttarinnar. Mótahald hefur verið í lágmarki og flestum mótum verið frestað fram á haust. Sambandsþingi ÍF var frestað frá miðjum apríl fram í september. 

Eins og áður hefur komið fram þá var Paralympics leikunum í Tókýó frestað um eitt ár og eiga þeir að hefjast 24. ágúst og standa til 5. september 2021. Forysta ÍF hefur fundað reglulega með fulltrúum IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra) og mótshöldurum í Tókýó og má segja að Japanir séu staðráðnir í að halda Paralympics og Ólympíuleika þrátt fyrir ástandið á Covid faraldrinum heimafyrir. 

Starfið undanfarið hefur að miklu leyti snúist um undirbúning fyrir Paralympic‘s leikanna (Ólympíumót fatlaðra) sem hefjast munu í Tókýó 24. ágúst 2021. Mikil vinna er lögð í forvarnir gegn Covid -19 í öllum undirbúningi og hefur það aukið flækjustig dvalar í Tókýó til mikilla muna. Ákveðið var á vormánuðum að engir erlendir gestir og áhorfendur mætu koma á leikana, en Japanir munu fá aðgang sem áhorfendur en þá að hámarki 10.000 á hverjum leikvelli. Það verða því ekki margir sem munu njóta þess að upplifa þennan heimsviðburð nema þá í gegnum sjónvarp. Allir þátttakendur á leikunum munu lifa í Tókýó í „búbblu“ þ.e. þeir mega aðeins ferðast út fyrir „þorp“ þátttakenda í þar til gerðum farartækjum á keppnisstað, eða æfingavöll og síðan til baka. Bannað er að þeir nýti sér almenningssamgöngur eða fari gangandi einhverjar vegalengdir utan þorps. Að sama skapi er útivist takmörkuð inni í þorpinu. Fyrirséð er því að þetta verður töluvert hangs þá daga sem okkar fólk er ekki að keppa. Eins er það þannig að ætlast er til að keppendur yfirgefi keppnisstað strax að aflokinni keppni hvers dags. Allt er þetta gert til að minnka lýkur á að keppendur smitist af Covid -19. Allur íslenski hópurinn verður bólusettur og er áætlað að það verði þannig með alla. Mótshaldarar gera þó ekki kröfum um það, en IOC, Alþjóða Ólympíuhreyfingin gerði á vormánuðum samning við Pfizer um að öllum þátttakendum á Ólympíuleikunum og Paralympic´s leikunum (Ólympíumóti fatlaðra) stæði til boða að láta bólusetja sig. 

Stjórn ÍF hefur á fundi sínum 15. júní staðfest þátttöku 5 keppenda á Paralympic‘s í Tókýó, tveir karlar og ein kona í sundi sem og karl og kona í frjálsum. Þetta eru þau Thelma Björnsdóttir, Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson í sundi og Bergrún Aðalsteinsdóttir og Patrekur A. Axelsson í frjálsum. Ég óska þeim innilega til hamingju með áfangann og óska þeim góðs gengis á leikunum. 

Á útbreiðslu og þróunarsviði ÍF hefur mikil vinna verið lögð í útfærslu á verkefni sem styrkt er af EES styrktar sjóðnum sem ég nefndi í síðasta ávarpi. Vonir standa til að verkefniði muni auka þátttöku 6 – 12 ára krakka með fatlanir í íþróttum og er ÍF búið að gera samninga við íþróttafélög til að sinna þessu þróunarverkefni.

Ég óska landsmönnum gleðilegs sumars og að þeir njóti þess sem mest þeir mega, en gleymi samt ekki að horfa á útsendingar RÚV frá Ólympíleikum og Paralympic´s (Ólympíumóti fatlaðra). 

Þórður Á. Hjaltested, formaður ÍF

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…