Heim 1. tbl 2020 „Barn“ í flutningi Más og Ivu fékk frábærar viðtökur

„Barn“ í flutningi Más og Ivu fékk frábærar viðtökur

2 min read
Slökkt á athugasemdum við „Barn“ í flutningi Más og Ivu fékk frábærar viðtökur
0
2,043

Við hjá Hvata flytjum ekki einvörðungu tíðindi af framgangi mála í íþróttum fatlaðra en innan okkar raða er að finna margs konar hæfileikaríkt fólk. Tvö þeirra sameinuðu krafta sína á dögunum og fengu heldur betur glæsilegar viðtökur. 

Sundmaðurinn Már Gunnarsson hefur getið sér gott orð bæði í sundlauginni og á tónlistarsviðinu og kollegi hans, Iva Marín Adrichem, sömuleiðis en Iva staldraði stutt við í sundlauginni og hefur einbeitt sér meira að tónlistinni síðustu árin. 

Már og Iva gerðu sína eigin útgáfu af laginu „Barn“ eftir Ragnar Bjarnason við ljóð Steins Steinarr. Lagið er í sumarbúningi með reggíklæðningu. Myndband þeirra hefur fengið góðar viðtökur á YouTube og er tekið upp í Garðskaga og Sandvík á Reykjanesi. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta á Suðurnesjum, tók upp og setti saman myndbandið við lagið sem hefur fengið yfir 100.000 spilanir á Facebook og þá skipta spilanir einnig þúsundum á YouTube og Spotify.

Ljósmyndir/ Hilmar Bragi Bárðarson – www.vf.is 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…