Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett á laggirnar styrktarsjóð til þriggja ára fyrir Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) vegna verkefnis sem ætlað er að auka aðgengi fatlaðra að tómstunda- og íþróttatækjum þannig að fleiri einstaklingar hafi greiðari aðgang að ástundun á sínu áhugasviði. Árlega verða greiddar 10 milljónir króna úr sjóðnum.
Á myndinni má sjá Ásmund Einar Daðason og Þórð Árna Hjaltested formann ÍF handsala samninginn.