
Í tilefni af Paralympics 2020 í Tokyo ákvað Rúmfatalagerinn, að hluti af öllum seldum Wellpur koddum í ágústmánuði, myndi renna til styktar Íþróttasambandi fatlaðra.
Nýverið afhenti Rúmfatalagerinn ÍF ágóðann af sölunni en það voru alls 650.000,- kr! Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og afrekssundkonan Thelma Björg Björnsdóttir tóku við afrakstrinum fyrir hönd ÍF.
Rúmfatalagerinn hefur um áratugaskeið verið einn helsti samstarfs- og styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra. „Þetta var mjög ánægjulegur viðburður sem gaf góða raun hjá Rúmfatalagernum. Við sem afrekssamband eigum mikið undir því að fólk og fyrirtæki vilji vinna náið með okkur eins og Rúmfatalagerinn gerir. Íþróttum fleytir hratt fram á heimsvísu og til að vera samkeppnishæfir þátttakendur á þeim vettvangi er bráðnauðsynlegt að hafa meðspilara á borð við Rúmfatalagerinn,” sagði Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF þegar hann veitti styrknum viðtöku.
