Heim Áfram veginn Special Olympics samtökin, SOI – voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968

Special Olympics samtökin, SOI – voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Special Olympics samtökin, SOI – voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968
0
772

Markmið var að bjóða upp á íþróttaþjálfun og keppni fyrir fólk með þroskahömlun. 

Í dag eru iðkendur SOI yfir 5 milljónir. Auk hefðbundins starfs er meginmarkmið SOI i dag að stuðla að æfingum og keppni blandaðra liða fatlaðra og ófatlaðra í gegnum „Unified“ alþjóðaverkefnið. Samtökin hafa verið sterk út á við á alþjóðavettvangi þar sem barist er fyrir bættum lífsgæðum, á sviði menntunar, heilsu og almennra mannréttinda. Stærsta verkefni SOI eru heimsleikar eru haldnir fjórða hvert ár, sumar og vetrarleikar. Heimsleikar SOI 2019 í Abu Dhabi og Dubai voru stærsti íþróttaviðburður heims 2019,  með um 7000 keppendur.

Ísland varð aðildarland SOI árið 1989 og hefur síðan þá verið virkt aðildarland og sent yfir 500 keppendur á heimsleika SOI. Umsjónaraðili  Special Olympics á íslandi er Íþróttasamband fatlaðra. ÍF hefur því bæði umsjón með starfi Special Olympics og starfi NPC  sem tengist Paralympics, ólympíumóti fatlaðra.

Irland boccia 2003 me� Eunice Kennedy Shriver.JPG

Íslenskir keppendur ásamt Eunice Kennedy Shriver stofnanda alþjóðasamtaka Special Olympic á Alþjóðaleikum Special Olympics á Írlandi 2003

Alþjóðaheiti Special Olympics má ekki þýða á íslensku og aldrei yfirfæra á ólympíumót.  

Fyrir heimsleika SOI fá aðildarfélög ÍF tækifæri til að tilnefna keppendur sem hafa sýnt góðar framfarir, mætt vel á æfingar og sýnt góða félagslega hegðun. Þannig eiga allir tækifæri.

Á síðustu heimsleikum sem voru árið 2019 í Abu Dhabi og Dubai, átti Ísland 38 keppendur í 10 greinum, badminton unified, boccia, áhalda- og nútímafimleikum  frjálsum íþróttum, golfi,  keilu, knattspyrnu, lyftingum, sundi.    

Það sem einkennir leika Special Olympics er að þar er keppt við við jafningja og allir eiga möguleika á gullverðlaunum. Þar gildir  því allt annað lögmál en á hefðbundnum íþróttamótum og  margir fá verðlaun í fyrsta skipti á ævinni á leikum Special Olympics. 

Special Olympics hugsjónin er að allir geti blómstrað á eigin forsendum.  Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á viðhorfi aðstandenda iðkenda úr röðum Special Olympics til íþróttaiðkunar sýndu ótvírætt að þar var sami þáttur talinn mikilvægastur í öllum 6 löndum sem rannsóknin naði til. Aukið sjálfstraust og sterkari sjálfsímynd skoraði langhæst auk félagsfærni en íþróttaárangur skoraði ekki hátt hjá aðstandendum miðað við aðra þætti.

Heimsleikar SOI voru haldnir í USA frá upphafi og Ísland tók þar þátt 1991, 1995 og 1999     Fyrstu leikar í Evrópu voru árið 2003 á Írlandi, þá 2007 í  Kína, 2011 í Grikklandi, 2015 í USA og 2019 í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Ísland tók fyrst þátt í vetrarleikum árið 2005 í Japan, þá 2009 í USA, 2013 í S Kóreu og 2017 í Austuríki.  Ísland tók þátt í  listhlaupi á skautum en markmið er að undirbúa þátttöku í alpagreinum og norrænum greinum. 

Á Íslandi hefur áhersla verið lögð á að þróa nýjar íþróttagreinar og tilboð gegnum starf Special Olympics sem skila sér til fleiri iðkendahópa. Áfram verður haldið að þróa fleiri greinar í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og almenn íþróttafélög, jafnhliða starfi innan aðildarfélaga ÍF.

Íslandsleikar Special Olympics eru haldnir innanlands, knattspyrna í samstarfi við KSÍ, fimleikar í samstarfi við FSÍ og listhlaup á skautum í samstarfi við ÍSS auk þess sem fleiri greinar tengjast Íslandsmótum ÍF.

Félög geta sent keppendur á opin mót erlendis, bæði í einstaka grein og fjölgreinamót en ÍF hefur umsjón með þátttöku í  Evrópu og heimsleikum. Tækifærin eru mjög fjölbreytt þar.

Árlega eru þróuð sérverkefni sem ná út fyrir hinn hefðbundna ramma en tengjast starfi SOI

Árið 2013 hófst samstarfsverkefnið LETR á Íslandi.  Þá hófst samstarf við íslensku lögregluna en LETR er alþjóðaverkefni þar sem lögreglumenn hlaupa kyndilhlaup fyrir leika Special Olympics erlendis. Íslenskir lögreglumenn hafa tekið virkan þátt í verkefninu hér á Íslandi og einnig verið fulltrúar Íslands á leikum erlendis.

Árið 2015 hóf Ísland þátttöku í YAP, Young Athlete Project sem byggir á snemmtækri íhlutun í hreyfiþjálfun barna með sérþarfir. Ísland hefur farið þá leið að óska samstarfs við leikskóla á Íslandi vegna innleiðingar YAP og er verkefnið í stöðugri þróun. Samstarfsleikskóli YAP á Islandi  frá 2015 er heilsuleikskólinn Skógarás Ásbrú. Íslensk handbók YAP hefur verið útbúin.

Heimasíða YAP er  https://resources.specialolympics.org/sports-essentials/young-athletes

Aðildarfélög ÍF hafa einnig verið hvött til að sinna yngri barna starfi sérststaklega og bjóða upp á fjölbreyttar æfingar fyrir yngstu börnin sem ekki eru tilbúin að velja ákveðna grein og sem hentar betur að vera í íþróttatímum í leikjaformi þar sem greinum er blandað saman. 

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi

Lauretta Claiborne kom úr mjög erfiðum aðstæðum og náði að blómstra gegnum SO starfið

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…