Íþróttafélagið Eik var stofnað á Akureyri árið 1978. Markmið félagsins er að gera andlega og/eða líkamlega fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir til æfingar og keppni auk þess að gefa þeim tækifæri til að kynnast nýju fólki og mynda vinatengsl. Eins og staðan er í dag býður Eik upp á æfingar í boccia og frjálsum íþróttum.
Iðkendur í Boccia keppa á fjórum mótum á vetri þar sem keppnisstaðir eru víðsvegar um landið. Á vegum ÍF er Íslandsmót í einstalingskeppni annars vegar og liðakeppni hinsvegar. Norðurlandsmót er líka haldið á haustin þar sem keppt er í einstaklings- og liðakeppni. Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri hefur í fjölda ára haldið mót á vorin þar sem öllum félagsliðum á landinu er boðið að koma og keppa. Þessar ferðir eru alltaf stórskemmtilegar og er ekki farið af stað síður fyrir félagsskapinn en keppnina sjálfa. Við höfum svo haldið lítið innanfélagsmót í samstarfi við Slippinn á Akureyri yfirleitt í febrúar þar sem við keppum innbyrðis bæði í einstaklings- og liðakeppni.
Í frjálsum íþróttum hafa iðkendur náð framúrskarandi árangri síðustu ár og unnið til fjölda verðlauna. Hafa nokkur þeirra æft með afreks íþróttahóp Íþróttasambands fatlaðra og hafa iðkendur í frjálsum farið á fjölmörg mót bæði hérlendis og erlendis.
Boccia er stundað þrisvar í viku í Íþróttamiðstöð Glerárskóla. Mánudaga kl. 17:00-18:00, fimmtudaga kl. 19:30-20:30 og laugardaga kl. 11:30-12:30. Þjálfarar eru Fylkir (yfirþjálfari), Anna Dögg, Anna Einarsd., Hólmfríður og Egill Þór
Frjálsar íþróttir eru stundaðar í Boganum tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00-20:30 þjálfari er Egill Þór.
Upplýsingar má finna á fésbókarsíðu félagsins: