Heim Áfram veginn Greinar í boði á Paralympics

Greinar í boði á Paralympics

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Greinar í boði á Paralympics
0
295

Paralympics er stærsta afreksíþróttamót fatlaðra og fara leikarnir fram fjórða hvert ár. Síðast fóru Paralympics fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Afreksfólk frá Íslandi hefur tekið þátt í leikunum allt frá árinu 1980 og unnið þar til samtals 98 verðlauna. 

Paralympics fara nú í dag ávallt fram í sömu borg og við sömu aðstæður og Ólympíuleikarnir. Þessi risavaxna íþróttahátíð hefst með setningu Ólympíuleikanna og lýkur með lokaathöfn Paralympics. Á milli Ólympíuleika og Paralympics líða að jafnaði tvær vikur þar sem mótshaldari gengur frá eftir Ólympíuleika og undirbýr komu keppenda á Paralympics. 

Flest þekkjum við orðið þær greinar sem eru í boði á Ólympíuleikunum en á Paralympics er að mestu leyti um sömu íþróttagreinar að ræða, sumar aðlagaðar og aðrar sem ekki er að finna inni á Ólympíuleikum eins og t.d. hjólastóla-rugby eða eins og íþróttin hefur oft verið nefnd, Murderball.

Paralympics áttu að fara fram í ágúst og september á þessu ári en var eins og flestir þekkja frestað til ársins 2021. Greinaröðin hefur þó lengi legið fyrir en keppt verður í 22 íþróttagreinum í Tokyo á næsta ári og innan hverrar greinar má finna fjölda fötlunarflokka en í grófum dráttum skiptast þeir í keppnir hreyfihamlaðra, sjónskertra og blindra og svo þroskahamlaðra. Hér að neðan má sjá lista yfir þær 22 greinar sem keppt verður í á leikunum í Tokyo á næsta ári.

Frjálsar íþróttir • Bogfimi • Badminton • Boccia • Kanó-róður
Hjólreiðar (vegur/braut) • Hestaíþróttir  • Fimm manna fótbolti
Markbolti/blindrabolti• Júdó • Lyftingar  • Róður • Skotfimi
Sitjandi blak • Sund • Borðtennis • Taekwondo • Þríþraut
Hjólastólakörfuknattleikur • Hjólastólaskylmingar
Hjólastóla Rugby (Murderball) • Hjólastólatennis


Myndband um greinarnar á Paralympics

Smelltu hér til að fara á vefsíðu leikanna hjá IPC þar sem hægt er að kyna sér eitt og annað um Paralympics í Tokyo.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
  • Líflegt um að litast á Hvatisport.is

    Dagana 15. nóvember til 15. desember stóð ÍF að Kynningarmánuði hér inni á www.hvatisport.…
  • Íþróttafélagið Eik

    Íþróttafélagið Eik var stofnað á Akureyri árið 1978. Markmið félagsins er að gera andlega …
  • Frelsi á sjó

    Geir Sverrisson er fyrrum afreksmaður í frjálsum íþróttum og sundi og margfaldur verðlauna…
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…