Heim Áfram veginn Unified badminton hjá Ívari á Ísafirði

Unified badminton hjá Ívari á Ísafirði

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Unified badminton hjá Ívari á Ísafirði
0
413

Íþróttafélagið Ívar er staðsett á Ísafirði og býður upp á íþróttir á norðanverðum Vestfjörðum. Nýjasta íþróttin sem Ívar býður uppá er Unified badminton. Í dag eru 6-8 iðkendur að æfa greinina hjá félaginu. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Ísafirði og í Bolungarvík og eru einu sinni til tvisvar í viku. 

Deildin er sú eina sem er starfandi á Íslandi og því ekki mót í boði hérlendis fyrir iðkendur en þó höfum við tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum. Við höfum farið í æfingabúðir til Reykjavíkur, farið á alþjóðleg mót eins og heimsleika Special Olympics og Evrópuleika. Einnig tekið þátt í Youth summit búðum og þegar Covid skall á þá var á planinu að heimsækja Dani en það mun bíða betri tíma.

Áhugasamir sem vilja kynna sér nánar starfsemi Íþróttafélagsins Ívars á Ísafirði er bent á Facebook-síðu félagsins

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…