Heim 1. tbl 2021 Róbert sjötti og setti tvö ný Íslandsmet

Róbert sjötti og setti tvö ný Íslandsmet

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert sjötti og setti tvö ný Íslandsmet
0
1,203

Fyrsta keppnisdegi er lokið hjá Íslandi á Paralympics í Tokyo. Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að hafna í 6. sæti í 100m flugsundi S14 þar sem hann setti tvö ný Íslandsmet.

Róbert setti met á millitíma í 50m og svo bætti hann Íslandsmetið sitt frá því í morgun þegar hann kom í bakkann á 58,06 sek. Millitíminn hans í kvöld var 26,56 sek en fyrra met hans í 50m flugsundi var 26,73 sek.

Glæsilegur dagur að baki hjá Róberti en sigurvegari sundsins var brasilíumaðurinn Gabriel Bandeira á nýju Paralympic-meti þegar hann synti á 54,76 sek. en heimsmetið í greininni á Bretinn Reece Dunn sem tók silfrið í kvöld en sá tími er 54,46 sek.

Mynd/ JBÓ – Róbert Ísak stingur sér til sunds í Tokyo í úrslitum 100m flugsunds S14.
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…