Heim 1. tbl 2021 Róbert kvaddi Evrópumótið með silfri og nýju Íslandsmeti!

Róbert kvaddi Evrópumótið með silfri og nýju Íslandsmeti!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert kvaddi Evrópumótið með silfri og nýju Íslandsmeti!
0
224

Evrópumeistaramóti IPC í sundi er lokið og fór síðasti keppnisdagurinn fram í gær. Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, lokaði mótinu fyrir Íslands hönd með silfurverðlaunum í 100m flugsundi S14 og millitíma á 50 metrum sem var nýtt Íslandsmet. Íslenski hópurinn lagði af stað heim til Íslands nú eldsnemma í morgunsárið og eru væntanleg síðar í kvöld.

Róbert Ísak var fjórði í bakkann í 100m flugsundinu á tímanum 58,68 sek. en þeir Gabriel Bandeira frá Brasilíu og Daniel Lautaro Maidana Cancinos tóku gull og silfur í greininni en verandi gestakeppendur frá Suður-Ameríku fengu þeir ekki verðlaun við Evrópumótið.

Rússinn Mikhail Kuliabin var því sæmdur gullverðlaunum á tímanum 58,62 sek. en hann var þriðji í mark og Róbert sæmdur silfrinu en hann var fjórði í mark á 58,68 sek. Millitími Róbert á 50 metrum í greininni var nýtt Íslandsmet en þá synti hann á 26,73 sek. en fyrra metið var 26,82 sek.

Róbert vann tvö verðlaun á mótinu en hann fékk brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m skriðsundi. Til hamingju Róbert og til hamingju SH og Fjörður með ykkar mann!

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…