Heim 1. tbl 2021 Heimsmeistaramótið í sundi 2022 fer fram í Madeira

Heimsmeistaramótið í sundi 2022 fer fram í Madeira

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Heimsmeistaramótið í sundi 2022 fer fram í Madeira
0
219

Heimsmeistaramót IPC í sundi 2022 fer fram á eyjunni Madeira í Portúgal dagana 12.-18. júní 2022. Nýverið lauk þar Evrópumeistaramóti sem þótti takast vel til þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Dagsetning mótsins var kynnt við lok Evrópumeistaramótsins og verður heimsmeistaramótið á næsta ári stærsti ParaSport viðburðinn sem nokkurntíman hefur farið fram í Portúgal. Rót hefur verið á framkvæmd heimsmeistaramótsins sökum COVID-19 en síðasta heimsmeistaramót fór fram í London 2019 þar sem tæplega 640 keppendur mættu til leiks.

Róbert Ísak Jónsson sundmaður vopnaður grímu á Evrópumeistaramótinu í Madeira. Hann og fleiri sundmenn frá Íslandi munu vísast freista þess að tryggja sér þátttökurétt á HM á sama stað á næsta ári.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…