Heim 1. tbl 2021 Már í 5. sæti í 100m baksundi

Már í 5. sæti í 100m baksundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már í 5. sæti í 100m baksundi
0
253

Sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, hafnaði í kvöld í 5. sæti í 100m baksundi S11 á Evrópumeistaramóti IPC í Portúgal. Gullið fór til Úkraínu til Mykahilo Serbin sem kom í bakkann á 1:10.28 mín.

Baráttan um sæti á verðlaunapalli var einkar hörð í kvöld en þrír sundmenn syntu á sömu sekúndunni í mark en efstu fimm sæti kvöldsins fóru svo: Mykahilo Serbín: 1:10.28 mín.

Wojciech Makowski: 1:10.61 mín.
Oksandr Ariukhow: 1:11.31 mín.
Marco Meneses: 1:11.40 mín.
Mar Gunnarsson: 1:11.81 mín.

Már hefur þar með lokið keppni í Portúgal þar sem hann komst í úrslit í þremur af fimm greinum en hann náði 4. sæti í 100m flugsundi, 5. sæti í 100m baksundi og 9. sæti í 50m skriðsundi.

Ragnar Friðbjarnarson sjúkraþjálfari, Már Gunnarsson, Ingi Þór Einarsson yfirmaður landsliðsmála ÍF og Gunnar Már Másson aðstoðarmaður.
Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…