Evrópumeistaramóti IPC í sundi er lokið og fór síðasti keppnisdagurinn fram í gær. Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, lokaði mótinu fyrir Íslands hönd með silfurverðlaunum í 100m flugsundi S14 og millitíma á 50 metrum sem var nýtt Íslandsmet. Íslenski hópurinn lagði af stað heim til Íslands nú eldsnemma í morgunsárið og eru væntanleg síðar í kvöld.
Róbert Ísak var fjórði í bakkann í 100m flugsundinu á tímanum 58,68 sek. en þeir Gabriel Bandeira frá Brasilíu og Daniel Lautaro Maidana Cancinos tóku gull og silfur í greininni en verandi gestakeppendur frá Suður-Ameríku fengu þeir ekki verðlaun við Evrópumótið.
Rússinn Mikhail Kuliabin var því sæmdur gullverðlaunum á tímanum 58,62 sek. en hann var þriðji í mark og Róbert sæmdur silfrinu en hann var fjórði í mark á 58,68 sek. Millitími Róbert á 50 metrum í greininni var nýtt Íslandsmet en þá synti hann á 26,73 sek. en fyrra metið var 26,82 sek.
Róbert vann tvö verðlaun á mótinu en hann fékk brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m skriðsundi. Til hamingju Róbert og til hamingju SH og Fjörður með ykkar mann!