Heim 1. tbl 2021 Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu

Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu
0
1,515

Frjálsíþróttamaðurinn Patrekur Andrés Axelsson hefur lokið keppni á Paralympics í Tokyo en hann setti nýtt Íslandsmet í undanrásum í 400m hlaupi T11. Þá eru Már Gunnarsson, ÍRB, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, komin í úrslit kvöldsins í sundi. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir verður svo í úrslitum í kúluvarpi á eftir.  

Þessi fyrri partur keppnisdagsins hófst á því að Már tryggði sér sæti í úrslitum kvöldsins í 100m baksundi S11. Már var með þriðja besta tímann inn í úrslitin þegar hann kom í bakkann á 1:10,90 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 1:10,43 mín. sem hann setti á HM í London árið 2019. Þá var hann heldur ekki fjarri metinu á 50 metrum en það er 32,83 sek en millitími Más í undanrásum var 33,71 sek. 

Thelma Björg Björnsdóttir varð svo áttunda inn í úrslit kvöldsins í 100m bringusundi SB5 þegar hún synti á tímanum 1:54.02 mín. en Íslandsmet hennar í greininni er 1,52,79 mín. Hin breska Harvey Grace var fyrst eftir undanrásirnar á tímanum 1:42,09 mín.  

Í undanrásum þennan morguninn var Patrekur Andrés Axelsson síðastur á svið þegar hann keppti í 400m spretthlaupi T11 (blindir). Patrekur kom í mark á nýju Íslandsmeti eða á 56,73 sek. og varð sjöundi eftir undanrásirnar sem töldu þrjá riðla. Þrír efstu í hverjum riðli og fjórði besti tíminn í heild komast svo áfram og keppa í úrslitum. Ríkjandi Íslandsmet Patreks var 56,95 sek. svo honum tókst að bæta það í dag á stóra sviðinu!  

Myndir/ JBÓ – Már og Patrekur í undanrásum morgunsins í Tokyo. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…