
Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir hefur ÍF tekið í notkun vefsíðuna www.hvatisport.is þar sem m.a. fer fram útgáfustarfsemi okkar á tímaritinu Hvata.
Hér eftir verður sú breyting að fréttaefni, myndir, viðtöl, myndbönd og annað auðlesnara efni verður á boðstólunum á hvatisport.is en vefsíðan okkar ifsport.is mun áfram þjóna því hlutverki að vista úrslit, reglur og tilkynningar til handa hagsmunaaðilum. Við hvetjum því sem flesta til að líta daglega inn á hvatisport.is til þess að kynna sér og fylgjast með íþrótta- og lýðheilsustarfi fatlaðra á Íslandi. Mót, reglur og tilkynningar almennt verða áfram á ifsport.is