Már Gunnarsson frá ÍRB segir að skrokkurinn sé allur að koma til og verða klár í átökin á Paralympics eftir langt og strangt ferðalag til Tokyo.
Hvatisport.is náði tali af Má á æfingu í Tama í dag en Már er spenntur fyrir því að komast í Paralympic-þorpið og upplifa mótið. Aðspuður um keppnina framundan sagði Már að það væru margir sundmenn í hans flokki sem væru á svipuðum stað og ekki ólíklegt að menn séu að koma í bakkana á sömu sekúndunni.