Heim 1. tbl 2021 Íslandsvinur í Tama kom færandi hendi

Íslandsvinur í Tama kom færandi hendi

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsvinur í Tama kom færandi hendi
0
1,074

Á morgun mun íslenski Paralympic-hópurinn færa sig úr æfingabúðunum í Tama í Tokyo og inn í Paralympic-þorpið. Hópurinn hefur verið í öflugri umsjón Tama-borgar við æfingabúðirnar og kemur því inn í þorpið búinn að ná úr sér flugþreytunni og klár í átökin á keppnisstöðum Tokyo-borgar. 

Í gær gerðist nokkuð skemmtilegt í Tama þegar borgaryfirvöldum þar barst bréf og þegar nánar var að gáð voru þar íslenskir peningar. Í bréfinu stóð eftirfarandi:

To the staff member of the Training Camp of Republic of Iceland

I am happy to know that Tama City has been registered as Host Town for Republic of Iceland. Due to COVID-19, I am not able to go and support athletes at the Games, but I will be supporting them on TV. 

In 2014, I traveled to Iceland for sightseeing. I could see only a part of your country at that time so I have been thinking that I would like to visit again. However, I have a husband who needs care and I don’t think I can go again.

I have some money left from the trip but I cannot change your currency over here. The value is approximate JPY17,000. If you could give the money to the delegation, that would be appreciated.Will you take care of my request for them? 

A Tama Citizen

Það var Melkorka Rán Hafliðadóttir frjálsíþróttaþjálfari við leikana og sumarstarfsmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra sem tók á móti bréfinu og íslenska gjaldmiðlinum sem þessi íbúi Tama skildi eftir. Upprunalega var bréfið á japönsku en túlkur íslenska hópsins í Tama, Katsumi Hachiya, tók að sér að snara erindinu yfir á ensku.


Lið Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri við þennan hugulsama íbúa Tama-borgar:
Arigatou Gozaimasu

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…