Heim 1. tbl 2021 Már annar inn í úrslit kvöldsins

Már annar inn í úrslit kvöldsins

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már annar inn í úrslit kvöldsins
1
213

Már Gunnarsson varð áðan annar inn í úrslit kvöldsins í 100m baksundi á Evrópumeistaramóti IPC sem nú stendur yfir í Madeira í Portúgal. Heimamaðurinn Marco Meneses var með besta tímann í undanrásum á 1:11.14 mín.

Íslandsmet Más í greininni er 1:10,43 mín. og hefur staðið síðan á HM í London þar sem hann vann til bronsverðlauna í greininni. Heims- og Evrópumetið í greininni er í eigu úkraínumannsins Dmytro Zalevskyi en það er 1:06,66 mín og var sett á Paralympics í Río 2016.

Már verður því í úrslitum kvöldsins og má sjá hann í beinni á Facebook-síðu ÍF í kvöld þar sem hann mun selja sig dýrt við að slást um önnur verðlaun Íslands á mótinu.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…