Heim 1. tbl 2021 Már fjórði á nýju Íslandsmeti

Már fjórði á nýju Íslandsmeti

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már fjórði á nýju Íslandsmeti
0
230

Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti í kvöld nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200m fjórsundi S11 á Evrópumeistaramóti IPC í Madeira, Portúgal.

Már var ekki langt frá verðlaunasæti á tímanum 2:36,97 mín. sem er nýtt Íslandsmet en Hvít-Rússinn Hryhory Zudzilau landaði bronsinu á tímanum 2:34,62 mín.

Már var eini keppandi Íslands á mótinu í dag og fékk Róbert Ísak hvíldardag en báðir verða þeir á ferðinni á morgun þegar Már keppir í 100m skriðsundi og Róbert í 200m fjórsundi S14.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…