Heim 1. tbl 2021 Már og Róbert syntu sig inn í úrslit kvöldsins

Már og Róbert syntu sig inn í úrslit kvöldsins

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már og Róbert syntu sig inn í úrslit kvöldsins
2
256

Sundmennirnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson verða báðir í úrslitum kvöldsins á Evrópumeistaramóti IPC í sundi sem nú stendur yfir í Madeira í Portúgal.

Már synti sig inn í úrslit í 100m skriðsundi og Róbert í 200m fjórsundi. Róbert var fyrri til í undanrásum af íslensku keppendunum en hann synti á 2:16,78 mín. og var þriðji inn í úrslitin.

Met Róberts í greininni er 2:14,16 mín. og hefur staðið frá því á EM í Dublin 2018. Fróðlegt verður að sjá hvort Róbert geri atlögu að metinu í úrslitum kvöldsins.

Már kom í bakkann á 1:05,38 mín. og varð áttundi inn í úrslit kvöldsins. Met Más í greininni er 1:02,96 mín. en metið setti hann í aprílmánuði á Íslandsmóti ÍF og SSÍ í Laugardal.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum kvöldsins í beinni á Facebook-síðu ÍF

Mynd/ Sandra – Már og Róbert að synda sig niður eftir undanrásir morgunsins í Portúgal.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…