Heim 1. tbl 2023 Íþróttasamband fatlaðra er 44 ára í dag

Íþróttasamband fatlaðra er 44 ára í dag

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íþróttasamband fatlaðra er 44 ára í dag
0
895

Í dag miðvikudaginn 17. maí fagnar Íþróttasamband fatlaðra 44 ára afmæli. Sambandið var stofnað þennan dag árið 1979.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ boðaði til stofnfundar ÍF að Hótel Loftleiðum þennan dag þar sem mættir voru 22 fulltrúar frá 12 héraðssamböndum. Gísli Halldórsson þáverandi forseti ÍSÍ setti fundinn og stýrði.

Á tæpri hálfri öld hafa íslenskir íþróttamenn úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða og unnið til fjölmargra verðlauna á Paralympics, Heims- og Evrópumeistaramótum.

Við þessi tímamót er ekki úr vegi að senda kærar þakkir til allra þeirra sem komið hafa að starfsemi ÍF í gegnum árin. Veri það einstaklingar, fyrirtæki og aðrar stofnanir. Það er mikilvægt starfinu okkar að vita til þess hve mikinn stuðning íþróttafólk úr röðum fatlaðra hefur notið allan þennan tíma.

Upp og áfram Ísland og áfram íþróttir!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…