Heim 1. tbl. 2024 Róbert kominn inn á Paralympics í París!

Róbert kominn inn á Paralympics í París!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert kominn inn á Paralympics í París!
0
613

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur bæst við keppendahóp Íslands fyrir Paralympics sem fram fara í París í Frakklandi dagana 28. ágúst – 8. september næstkomandi. Þar mun Róbert Ísak keppa í 100m flugsundi í flokki S14. Róbert Ísak er sundmaður hjá SH og Íþróttafélaginu Firði.

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra sendi í gær frá sér upplýsingar um þá sundmenn sem hlotið hefðu svokallað „Bipartite“ sæti á leikunum en það má útleggja sem umsóknarsæti. Ísland sótti um slíkt fyrir Róbert en hann var m.a. að synda í úrslitum í Tokyo 2021 á sínum fyrstu leikum en síðan þá hefur Róbert glímt við veikindi á lágmarkatímanum fyrir leikana 2024.

Síðustu misseri hefur Róbert þó verið að sýna að hann hefur engu gleymt í lauginni og því mikið fagnaðarefni að hann fái að láta vel til sín taka á meðal fremstu S14 sundmanna heims í Frakklandi síðar í sumar. Keppnisdagur Róberts í París verður 29. ágúst þegar hann keppir í undanrásum í 100m flugsundi S14.

Þess má geta að Róbert er einn af sendiherrum Toyota á Íslandi í hinu gríðarflotta verkefni Start your Impossible.

Til hamingju Róbert með sætið í París!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…