Heim 1. tbl 2023 Þorsteinn hefur leik á Evrópumótinu á morgun

Þorsteinn hefur leik á Evrópumótinu á morgun

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn hefur leik á Evrópumótinu á morgun
0
629

European Para Championships standa nú yfir í Rotterdam í Hollandi og á morgun hefst keppni í bogfimi. EPC 2023 er fjölgreinamót en m.a. er keppt í hjólreiðum, boccia, hjólastólakörfuknattleik og fleiri greinum.

Aðstæður í Rotterdam eru til mikillar fyrirmyndar og framkvæmd mótshaldara í sterkri umgjörð. Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson er við æfingar í dag en á morgun þriðjudaginn 15. ágúst hefst útsláttarkeppnin og þann 17. ágúst verður keppt um laus sæti á Paralympics í París 2024 svo það er að nægu að keppa.

Um er að ræða mót sem er fyrsta sinnar tegundar en þetta er Evrópumeistaramót í fjölda greina og standa vonir til að viðlíka mót verði á fjögurra ára fresti eða að öllu jöfnu ári fyrir Paralympics hvert sinn.

Þorsteinn bogfimimaður var við æfingar í morgun á æfingasvæðinu í Rotterdam í sól og blíðu og 22 stiga hita. Veðurhorfur eru góðar og flestar af fremstu bogaskyttum álfunnar eru komnar til Rotterdam svo það er von á sterkri keppni næstu daga.

Heimasíða Eurpean Para Championships 2023
Á síðunni er streymt frá hinum ýmsu íþróttagreinum.

Mynd/ JBÓ – Þorsteinn á æfingasvæðinu í Rotterdam í morgun.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…