European Para Championships standa nú yfir í Rotterdam í Hollandi og á morgun hefst keppni í bogfimi. EPC 2023 er fjölgreinamót en m.a. er keppt í hjólreiðum, boccia, hjólastólakörfuknattleik og fleiri greinum.
Aðstæður í Rotterdam eru til mikillar fyrirmyndar og framkvæmd mótshaldara í sterkri umgjörð. Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson er við æfingar í dag en á morgun þriðjudaginn 15. ágúst hefst útsláttarkeppnin og þann 17. ágúst verður keppt um laus sæti á Paralympics í París 2024 svo það er að nægu að keppa.
Um er að ræða mót sem er fyrsta sinnar tegundar en þetta er Evrópumeistaramót í fjölda greina og standa vonir til að viðlíka mót verði á fjögurra ára fresti eða að öllu jöfnu ári fyrir Paralympics hvert sinn.
Þorsteinn bogfimimaður var við æfingar í morgun á æfingasvæðinu í Rotterdam í sól og blíðu og 22 stiga hita. Veðurhorfur eru góðar og flestar af fremstu bogaskyttum álfunnar eru komnar til Rotterdam svo það er von á sterkri keppni næstu daga.
Heimasíða Eurpean Para Championships 2023
Á síðunni er streymt frá hinum ýmsu íþróttagreinum.
Mynd/ JBÓ – Þorsteinn á æfingasvæðinu í Rotterdam í morgun.