Heim 1. tbl 2023 Sonja setti fjögur ný Íslandsmet í Berlín

Sonja setti fjögur ný Íslandsmet í Berlín

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sonja setti fjögur ný Íslandsmet í Berlín
0
802

Opna þýska meistaramótinu í sundi er lokið en Ísland átti þar nokkra fulltrúa við mótið. Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR fór mikinn í Berlín og kom heim með fjögur ný Íslandsmet í farteskinu.

Fleiri sundmenn syntu á og við sinn besta tíma á árinu en keppendur frá Íslandi við mótið ásamt Sonju voru þau Thelma Björg Björnsdóttir, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson. Þjálfarar í ferðinni voru þau Marinó Ingi Adolfsson og Ragnheiður Runólfsdóttir.

Íslandsmet

Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 50m skriðsund: 1:10,38 mín.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 100m baskund: 2:31,54 mín.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 100m skriðsund: 2:36,09 mín.
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, S3, 200m skriðsund: 5:14,93 mín.

Mynd/ RR: Íslenski hópurinn í Berlín. Aftastur er Guðfinnur Karlsson en frá vinstri í fremri röð eru Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Hjörtur Már Ingvarsson.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…