Heim 1. tbl 2023 Þorsteinn féll út í 16 manna úrslitum Evrópubikarsins

Þorsteinn féll út í 16 manna úrslitum Evrópubikarsins

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn féll út í 16 manna úrslitum Evrópubikarsins
0
597

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hefur lokið keppni á Evrópumótaröð Alþjóða Bogfimisambandsins en nýverið fór mótið fram í Nove Mesto í Tékklandi. Þorsteinn komst þá í 16 manna úrslit en féll þar úr leik.

Þorsteinn lenti í erfiðri uppákomu við mótið þar sem skel sem hann notar utan um búk sinn í keppninni var fórnarlamb regluverksins og minnka varð skelina skv. reglubreytingu frá World Archery í marsmánuði. Við þeim breytingum var orðið á staðnum sem var vísast ekki gott veganesti inn í keppnina.

Þorsteinn hafði betur í 24 manna úrslitum í opnum flokki með sveigboga gegn Fong Ka Keung Tommy frá Hong Kong 137-131. Í 16 manna úrslitum mætti hann Ítalanum Bonacina Matteo þar sem sá ítalski hafði betur í spennandi keppni 146-144.

Næst á dagskrá hjá Þorsteini er heimsmeistaramótið í Pilsen í Tékklandi en mótið fer fram dagana 17.-23. júlí þar sem efstu keppendur munu vinna sér inn sæti á Paralympics í París 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…