Heim 1. tbl 2023 HM sett í Manchester þar sem Thelma var fánaberi

HM sett í Manchester þar sem Thelma var fánaberi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við HM sett í Manchester þar sem Thelma var fánaberi
0
771

Heimsmeistaramót IPC í sundi í 50m laug er hafið í Manchester í Bretlandi. Opnunarhátíð mótsins fór fram í gærkvöldi þar sem sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR var fánaberi við hátíðina.

Ísland á þrjá keppendur við mótið en það eru þær Thelma Björg og Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR og Már Gunnarsson frá Guilford City sundklúbbnum. Með þeim í för ytra eru Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF og Ragnheiður Runólfsdóttir þjálfari.

Hér að neðan er keppnisdagskrá íslenska hópsins en hægt verður að fylgjast með öllu mótinu í beinni á Facebook-síðu ÍF

  1. ágúst
    Thelma Björg Björnsdóttir – 400m skriðsund S6
    Sonja Sigurðardóttir – 50m baksund S3
  2. ágúst
    Thelma Björg Björnsdóttir – 100m bringusund SB5
    Sonja Sigurðardóttir – 50m skriðsund S3
  3. ágúst
    Már Gunnarsson – 100m baksund S11
    Sonja Sigurðardóttir – 200m skriðsund S3
  4. ágúst
    Sonja Sigurðardóttir – 100m skriðsund S3

Mynd/ Jon Super: Thelma við setningarhátíð HM í gærkvöldi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…