Heim 1. tbl 2021 Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf

Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf
0
186

Jafnan þegar Paralympics fara fram eru þjóðlönd boðin velkomin í Paralympic-þorpið með fánahyllingu og lítilli samkomu. Þá hafa borgarstjórar Paralympic-þorpanna og fararstjórar keppnislandanna skipst á gjöfum en vegna heimsfaraldurs Covid-19 var ákveðið að draga úr fjöldasamkomum í þorpinu að þessu sinni og því engin mótttökuhátíð né sérstök fánahylling.

Þrátt fyrir aðstæður gátu Jón Björn Ólafsson aðalfararstjóri íslenska hópsins og borgarstjóri Paralympic-þorspins skiptst á gjöfum og kveðjum.

Gjöf Íslands til þorpsins var haganlega útskorið Ísland frá SIGN skartgripum með áletrun um þakklæti íslenska hópsins og þjóðarinnar fyrir gestrisnina í þorpinu.

Allur íslenski hópurinn er nú kominn inn í þorpið og á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir átökin. Opnunarhátíð leikanna er 24. ágúst og svo er það Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson sem opnar leikana fyrir Ísland þegar hann keppir í sundi 25. ágúst.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…