Heim 1. tbl 2021 Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf

Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf
0
819

Jafnan þegar Paralympics fara fram eru þjóðlönd boðin velkomin í Paralympic-þorpið með fánahyllingu og lítilli samkomu. Þá hafa borgarstjórar Paralympic-þorpanna og fararstjórar keppnislandanna skipst á gjöfum en vegna heimsfaraldurs Covid-19 var ákveðið að draga úr fjöldasamkomum í þorpinu að þessu sinni og því engin mótttökuhátíð né sérstök fánahylling.

Þrátt fyrir aðstæður gátu Jón Björn Ólafsson aðalfararstjóri íslenska hópsins og borgarstjóri Paralympic-þorspins skiptst á gjöfum og kveðjum.

Gjöf Íslands til þorpsins var haganlega útskorið Ísland frá SIGN skartgripum með áletrun um þakklæti íslenska hópsins og þjóðarinnar fyrir gestrisnina í þorpinu.

Allur íslenski hópurinn er nú kominn inn í þorpið og á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir átökin. Opnunarhátíð leikanna er 24. ágúst og svo er það Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson sem opnar leikana fyrir Ísland þegar hann keppir í sundi 25. ágúst.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…