Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Keppt er laugardaginn 10. júlí og sunnudaginn 11. júlí. Keppni hefst kl. 11.30 og er það 100m hlaup karla sem verður fyrsti dagskrárliður helgarinnar.
Keppnisgreinar mótsins og tímaseðil má nálgast hér.
Frjálsíþróttanefnd ÍF í samstarfi við frjálsíþróttadeild FH hefur veg og vanda að framkvæmd mótsins. Áhugasamir um að starfa við mótið eru velkomnir og geta haft samband á melkorka@ifsport.is enda eru það margar hendur sem vinna gott og létt verk.