Heim 1. tbl 2021 Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!

Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!
4
854

Í dag hófst keppni á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum en mótið fer fram í Póllandi. Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir riðu á vaðið þar sem Ingeborg landaði nýju Íslandsmeti í kringlukasti.

Ingeborg Eide, Ármann, keppti í sameinuðum flokki F37/38 (hreyfihamlaðir) og kastaði kringlunni lengst 20,64 metra sem er nýtt Íslandsmet. Ingeborg hafnaði í 5. sæti en gullið fór til Tékklands þar sem Eva Datinska kastaði 26,78 metra. Til hamingju með Íslandsmetið Ingeborg!
Kastsería Ingeborgar í kringlunni í dag: 18,85 – 20,64 – X – X – 20,15 – 20,44


Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann, keppti í kúluvarpi F20 þar sem hún hafnaði í 11. sæti en þar með hefur Hulda lokið keppni þar sem hún var aðeins skráð í kúluvarp þetta mótið. Kastsería Huldu var eftirfarandi: 9,13 – 9,77 – 9,37


Keppni heldur áfram á morgun en hægt er að fylgjast með í beinni netústendingu á Facebook-síðu ÍF.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…