Heim 1. tbl 2021 Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!

Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!
4
1,933

Í dag hófst keppni á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum en mótið fer fram í Póllandi. Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir riðu á vaðið þar sem Ingeborg landaði nýju Íslandsmeti í kringlukasti.

Ingeborg Eide, Ármann, keppti í sameinuðum flokki F37/38 (hreyfihamlaðir) og kastaði kringlunni lengst 20,64 metra sem er nýtt Íslandsmet. Ingeborg hafnaði í 5. sæti en gullið fór til Tékklands þar sem Eva Datinska kastaði 26,78 metra. Til hamingju með Íslandsmetið Ingeborg!
Kastsería Ingeborgar í kringlunni í dag: 18,85 – 20,64 – X – X – 20,15 – 20,44


Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann, keppti í kúluvarpi F20 þar sem hún hafnaði í 11. sæti en þar með hefur Hulda lokið keppni þar sem hún var aðeins skráð í kúluvarp þetta mótið. Kastsería Huldu var eftirfarandi: 9,13 – 9,77 – 9,37


Keppni heldur áfram á morgun en hægt er að fylgjast með í beinni netústendingu á Facebook-síðu ÍF.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…