Heim 1. tbl 2021 ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.

ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.

2 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.
0
50

Íþróttasamband fatlaðra og Valitor endurnýjuðu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sín á milli. Fyrir vikið verður Valitor áfram einn af helstu bakhjörlum sambandsins fyrir undirbúning og þátttöku keppnda ÍF á Paralympics sem fram fara í Tokyo 2021. 

Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Herdís Fjeldsted framkvæmdastjóri Valitor undirrituðu nýja samninginn í blíðskaparviðri í Laugardal. Með þeim í för var Arna Sigríður Albertsdóttir sem þessi dægri dvelur í Japan og tekur brátt þátt í sínum fyrstu Paralympics. Arna verður jafnframt fyrsta hjólreiðamanneskjan frá Íslandi til þess að keppa á Paralympics.

Samstarf ÍF og Valitor spannar áratugaskeið og hefur Valitor varðað leiðina með ÍF í íþróttum og lýðheilsu fatlaðra. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir samband eins og okkar að njóta krafta öflugra aðila eins og Valitor. Á afrekssviði fatlaðra harðnar keppnin frá ári til árs og miklu til kostað í viðleitni okkar til að vera á meðal þeirra fremstu,“ sagði Þórður Árni eftir undirritun samningsins. 

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…