Heim 1. tbl 2021 Setningarhátíð Paralympics í dag

Setningarhátíð Paralympics í dag

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Setningarhátíð Paralympics í dag
0
360

Rúmlega 4400 íþróttamenn munu taka þátt í Paralympics sem settir verða í Tokyo í Japan í dag. Heimamenn í Japan verða fjölmennastir eða með 254 keppendur! Frjálsíþróttamðurinn Patrekur Andrés Axelsson, FH, og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, verða fánaberar Íslands við leikana. 

Ýmis met eru þegar fallin áður en sjálf íþróttakepnin hefst við leikana en metfjöldi kvenna verður á leikunum við keppni eða alls 1853 konur sem er nærri 11% aukning frá leikunum í Río de Janeiro 2016. 

Hægt verður að fylgjast með setningarhátíðinni í beinni útsendingu hjá RÚV en Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður RÚV og myndatökurmaðurinn Óskar Nikulásson eru mætt til Tokyo og munu fylgjast grannt með gangi mála hjá íslensku keppendunum sem og Víðir Sigurðsson yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. 

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…