Heim 1. tbl 2021 ÍF og Rúmfatalagerinn framlengja áralangt og farsælt samstarf

ÍF og Rúmfatalagerinn framlengja áralangt og farsælt samstarf

2 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Rúmfatalagerinn framlengja áralangt og farsælt samstarf
0
1,214

Nýverið framlengdu Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn samstarfi sínu sem staðið hefur til áratuga! Rúmfatalagerinn verður því áfram einn af helstu bakhjörlum sambandsins og mun fylgja ÍF inn í nýjan Paralympic-hring til og með Paralympics í Frakklandi 2024! Sambandið er stolt af því að eiga jafn öflugan bakhjarl og Rúmfatalagerinn og ekki síst fyrir þar sem Rúmfatalagerinn hefur verið einn af stærstu samstarfsaðilum sambandsins en samstarfið spannar nú 25 ár eða frá árinu 1996.

Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Þórarinn Ólafsson framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins á Íslandi undirrituðu nýja samninginn ásamt Tokyo-hópi Íslands í Grasagarði Reykjavíkur á dögunum.

Skemmst er frá því að segja að á meðan þessi nýji samningur var undirritaður barst Íslandi góð fregn því á sama tíma hlaut hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir sæti við Tokyo-leikana sem þá skýrir fjarveru hennar við myndatökuna. Óhætt er því að varpa því fram að lán fylgi sameiginlegri vegferð ÍF og Rúmfatalagersins.

Þórður Árni, ÍF, og Þórarinn, Rúmfatalagerinn ásamt fimm af fulltrúum Íslands á Paralympics 2020 í Grasagarðinum í Reykjavík þegar nýr samningur var undirritaður.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…