Heim 1. tbl 2020 – NPC ICELAND Forsetahjónin buðu afreksfólkinu til Bessastaða

Forsetahjónin buðu afreksfólkinu til Bessastaða

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Forsetahjónin buðu afreksfólkinu til Bessastaða
0
1,275

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku í dag á móti fulltrúum Íslands við Tokyo Paralympics sem hefjast þann 24. ágúst næstkomandi. Hópurinn heldur af stað til Japan sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja frá 16. ágúst til 21. ágúst við æfingabúðir í Tama.

Forseti Íslands tók einkar vel á móti hópnum í dag og minntist þess að hans fyrsta opinbera heimsókn í embætti forseta hefði verið einmitt á Paralympics í Ríó de Janeiro árið 2016.

Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF færði forsetahjónunum landsliðstreyjuna sem hópurinn mun klæðast við setningarhátíð Paralympics þann 24. ágúst næstkomandi.

Boðið var upp á dýrindis pönnukökur í sykruðu útgáfunni og rjóma-útgáfunni og mældist bakkelsið sérlega vel fyrir hjá hópnum. Svo hraustlega var tekið til kræsinganna að við brottför var ekki einvörðungu þakkað fyrir sig með lófataki tileinkuðu forsetahjónunum heldur einnig vertinum.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til forsetahjónanna fyrir skemmtilegt kveðjuhóf. Áfram Ísland!

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…