Á eftir hefst fyrsti keppnisdagurinn á Paralympics í Tokyo. Róbert Ísak Jónsson verður þá fyrstur Íslendinga af stað við leikana en setningarhátíð Paralympics fór fram í gærkvöldi.
Róbert keppir í undanrásum í 100m flugsundi á eftir og það verður gríðarlega hörð barátta við að tryggja sér sæti í úrslitum.
Íslandsmet Róberts í greininni er 58,54 sek. en hann þyrfti helst að bæta það met til þess að eygja von á því að taka þátt í úrslitum kvöldsins.