
Tæplega 700 íþróttamenn eru mættir til Bydgoszcz í Póllandi þar sem Evrópumeistaramót IPC hófst í morgun. Ísland á fimm fulltrúa við mótið en þær Hulda Sigurjónsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefja keppni seinnipartinn. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni á netinu í gegnum Youtube-rás IPC hér.