Heim 1. tbl 2021 Íslenski hópurinn lagður af stað til Póllands

Íslenski hópurinn lagður af stað til Póllands

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslenski hópurinn lagður af stað til Póllands
0
316

Íslenski keppnishópurinn á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum er mættur til Póllands en mótið fer fram þar í landi dagana 1.-5. júní næstkomandi. Alls fimm keppendur verða við mótið frá Íslandi en þau eru Patrekur Andrés Axelsson, Hulda Sigurjónsdóttir, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. 

Með þeim í för eru Kári Jónsson fararstjóri og annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, Melkorka Rán Hafliðadóttir þjálfari, Helgi Björnsson aðstoðarhlaupari og Ásmundur Jónsson nuddari. 

Keppnisdagskrá Íslands í Póllandi:

1. júní
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann – kúluvarp F20, úrslit.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann – kringlukast F38

2. júní
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – langstökk T37
Patrekur Andrés Axelsson, FH – 400m hlaup T11

3. júní
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – kúluvarp F37
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann – kúluvarp F37
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik – 400 hlaup T20.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – 200m hlaup T37

4. júní
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik – langstökk T20

5. júní
Patrekur Andrés Axelsson, FH – 100m hlaup T11
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – 100m hlaup T37

Hægt verður að fylgjast með úrslitum mótsins hér á heimasíðu IPC


Einnig verður hægt að fylgjast með í beinni netútsendingu á Facebook-síðu ÍF

Mynd/ Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í langstökkskeppninni á HM Í Dubai 2019

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…