Ólympíuleikarnir og Paralympics munu fara fram í Brisbane í Ástralíu árið 2032 en Ástralir urðu hlutskarpastir nýverið í útboðinu sem fram fór á aðalfundi IOC í Tokyo. Leiðin liggur því til Parísar 2024, til Los Angeles 2028 og þá til Brisbane í Ástralíu 2032.
Næstu sumar Ólympíuleikar og Paralympics
- 2024: París – Frakkland
- 2028: Los Angeles – Bandaríkin
- 2032: Brisbane – Ástralía
Andrew Parsons forseti IPC sagði boð Ástralíu einstaklega vel undirbúið og að lykillinn að samþykkt þess hafi verið hve metnaðarfullur hluti boðsins um framkvæmd Paralympics hafi verið.
Eins bætti Parsons við að nú þegar væri Brisbane einkar vel til þess fallin til að halda leikana þar sem umtalsvert af nauðsynlegum íþróttamannvirkjum og aðstæðum væru þegar fyrir hendi í borginni.